Reikinámskeið
Helgina 27 og 28 Apríl
Reiki 1 - Laugardag kl: 10 - 16
Reiki 2 - Sunnudag kl: 10 - 16
Reikiheilunar námskeið
Við ætlum að halda aftur reikinámskeið, bæði reiki 1 og reiki 2, helgina 27 og 28 apríl.
Reikimeistarinn Ívar Örn Þórhallsson hefur haldið nokkur námskeið með góðum árangri bæði á Akureyri og í Reykjavík.
Ef þú ert byrjandi getur þú valið um að taka annaðhvort bara reiki 1 eða taka bæði reiki 1 og reiki 2. Ef þú hefur nú þegar tekið reiki 1, þá velur þú eingöngu reiki 2 nema að þú viljir fá upprifjun og taka reiki 1 aftur.
Reiki 1 45.000,- kr
Reiki 2 55.000,- kr
Reiki 1 og 2 90.000,- kr
20% afsláttur af upprifjun af reiki 1
ATH Takmarkað pláss, svo við mælum með að skrá sig sem fyrst.
15.000,- kr staðfestingargjald við skráningu.
Innifalið er námsefni á íslensku
Reiki er Japönsk orku heilun þar sem að við vinnum jafnt með líkamleg, andleg og tilfinningarleg vandamál. Aðferðin er mjúk en kraftmikil og getur leitt til betri líðanar og bættrar heilsu. Reiki er góð aðferð til verkjastillingar. Hún hefur róandi áhrif og getur dregið úr kvillaeinkennum.
Meðganga og fæðing, veikindi, andlát og allt þar á milli eru dæmi um aðstæður þar sem reikiheilun getur verið gríðarlega kraftmikið og mikilvægt verkfæri til hjálpar.
Heilunarorkuna getur þú haft til handar fyrir sjálfa/nn þig og fyrir þína nánustu, í daglegu amstri, vinnu eða skóla, en eftir þetta námskeið getur þú einnig byrjað að vinna faglega með reikiheilun.
Orkuflæðið byrjar um leið og þú tekur þá ákvörðun að bæta reiki inn í þitt líf. Undirbúningur og hreinsunarferli fer í gang. Bæði fyrir og eftir námskeiðið gætir þú orðið var/vör við, að auki við hreinsunarferlið, að næmnin eykst og þú kemst í dýpri tengingu við sjálfa/n þig og þá sem eru þér næstir. Hlutir sem áður voru stórmál eru allt í einu mikið yfirstíganlegri.
Hver upplifun er og verður persónubundin, og hver leið er einstök og áhugaverð.
Reikiheilun er viðurkennd af WHO (world health organization) og af skattevärket í Svíþjóð sem heilsueflandi og endurhæfandi meðferð. Víðsvegar í Bandaríkjunum er gerð krafa um að heilbrigðisstarfsfólk hafi reikiheilunarmenntun og einnig er reiki orðin vel útbreidd í heilbrigðiskerfi Englands.