top of page

Ayurveda Nudd

Slakandi heilnudd með olíum. Mjúkar og langar strokur.

Hreinsar líkamann af eiturefnum í vöðvum, fituvefjum og húð.

Hefur ótrúlegan mikinn heilunarmátt, eykur orkuflæði, jafnvægi og vellíðan og hjálpar við mikið af allskonar kvillum.

​

Tími: 60 mín, 90 mín.

Nuddari: Ívar Örn Þórhallsson

Oil Massage
Image by Christin Hume
Image by Bas Peperzak
Pressure Point Massage
Image by Hans Vivek

Um Ayurveda Nudd

Ayurveda nudd er mjög slakandi, mjúk og orkugefandi nuddmeðferð.

 

Ayurveda er heilsukerfi Indverja og hefur þetta heilsukerfi borist til vesturlanda vegna heildrænna áhrifa þess, á líkama, huga og sál. Ayurveda nuddið er frábrugðið öðrum nuddmeðferðum, þar sem Ayurveda nudd er mjög heildrænt og byggist mikið til á þeirri kenningu að í líkama mannsins eru orkubrautir sem oft eru stíflaðar og orkan flæðir því ekki nægilega vel um þessar brautir (Nadis). Ayurveda nudd getur losað um þessar stíflur og eflir orkuflæðið innan líkamans þannig að útkoman verður oft meiri orka, jafnvægi og aukin vellíðan.

​

Ayurveda fræðin skipta manninum einnig í þrjár mismunandi líkamsgerðir, nefnilega Vata, Pitta og Kaffa. Ayurveda nudd getur hjálpað öllum líkamsgerðum til að öðlast jafnvægi og heilbrigði. Í Ayurveda nuddinu er notuð upphituð Möndluolía olía sem hentar öllum líkamsgerðum og veitir þiggjandanum mikla slökun og vellíðan. Hafðu samband og prófaðu Ayurveda nudd í dag.

bottom of page