top of page

Hvað er í boði?

Hérna er það sem Heilsuhofið er með í boði en einnig erum við með einyrkja sem bjóða uppá sínar meðferðir og þær eru ekki hérna á síðunni okkar.

Meðferðarherbergið.jpg

01

AYURVEDA NUDD

Slakandi heilnudd með olíum. Mjúkar og langar strokur.

Hreinsar líkamann af eiturefnum í vöðvum, fituvefjum og húð.

Hefur ótrúlegan mikinn heilunarmátt, eykur orkuflæði, jafnvægi og vellíðan og hjálpar við mikið af allskonar kvillum.

Tími: 30 MÍN, 60 mín, 90 mín.

Nuddari: Ívar Örn Þórhallsson

02

Kínverskt Fótanudd

Kínverskt fótanudd fyrir þreytta fætur og mætti segja að kínverska fótanuddið sé frábrugðið vestrænu svæðameðferðinni vegna þess að það er mikið lagt upp úr að nudda fótlegginn upp að hné (hné reyndar nuddað líka) og svo ákveðin tækni sem við notum til að nudda iljar og tær..Þetta er svakalega gott nudd fyrir fæturnar og endurnærandi. Endurnærir allan líkamann og er orkugefandi en um leið mjög slakandi meðferð þar sem hægt sé að segja að fótanuddið vindi hreinlega streitu af taugakerfinu 

Tími: 50 MÍN

Nuddari: Ívar Örn Þórhallsson

Kínverskt fótanudd.jpg
Reiki heilun.jpg

03

Reikiheilun

Reiki-heilun er mjúk og á sama tíma mjög öflug meðferðaraðferð sem getur hjálpað til við td kvíða, líkamlega / andlega spennu, verki og streitu. Reiki er meðferðaraðferð sem veitir slökun með djúpstæð áhrif og er form lækninga sem vinnur með orsökum vandamálanna og virkar alltaf þar sem þess er mest þörf um þessar mundir.

Heilari: Ívar Örn Þórhallsson

04

Tannhvíttun

Skínandi hvítar tennur auka sjálfstraust og fólk sem brosir oft og mikið er talið vera opnara og með hlýrri persónuleika og gengur jafnvel betur í lífinu. Fjölmargir láta hvítta tennur sínar á hverju ári.

En hvernig virka þau efni, sem við notum til að hvítta tennur? 

Okkar vörur eru hannaðar af margverðlaunuðum tannlækni/uppfinningamanni, sem er frumkvöðull í hönnun á vörum, sem fjarlægja bletti af tönnum, þar sem nýjasta tækni er notuð ásamt listsköpun.

hvíttun.jpg
PRESSOTHERAPIA-DR-LIFE-PODIA.jpg

05

Sogæðastígvélin

Sogæðastígvélin hentar öllum bæði konum og körlum. Þau henta vel ef viðkomandi þjáist af : Fitubjúg, Sogæðabólgum, dregur úr appelsínuhúð, bjúg og minnka ummál.

Einstaklingar með fótapirring finna mikin mun og jafnframt horfið hjá sumum. Nuddar frá iljum upp í mjöðm og vekur æðakerfi líkamans. Við mælum með að til að sjá og finna góðan árangur er að koma 10-15. skipti. Til að viðhalda þeim árangri er gott síðan að koma 1x í viku.

Gott að vita: þar sem verið er að losa um bjúg og bólgur er mjög mikilvægt að drekka mikið vatn, sem jafnan flýtir fyrir hreinsunarferlinu sem var verið að vinna á.

06

Sogæðapokinn

Hentar vel fólki með:
• Hátt sýrustig
• Veikt æðakerfi
• Bjúg 
• Exem
• Gigt
• Appelsínuhúð

Sogæðapokinn (Detox Body Styler) er eina tækið sinnar tegundar hér á landi.
 

Meðferðin hentar til dæmis íþróttafólki, fólki í yfirþyngd og reykingafólki en hún ýtir undir hreinsun og bætir líðan. Margir upplifa oft kitlandi tilfinningu í fótunum og fljótlega í kjölfarið fer hreinsunin af stað. Margir þurfa því á salerni strax eftir meðferð.

Mismunandi er hversu oft þarf að koma en ávallt þarf að láta líða 48 klukkustundir á milli skipta. 

Boðið er upp á nokkrar mismunandi meðferðir með tækinu; hefðbundna-meðferð, detox-meðferð, æðaslita-meðferð og endurnærandi-meðferð. 
 

Meðferðin tekur 20-40 mínútur

Sogæðapokinn.jpg
saunapokinn.webp

07

Infrarauði Saunapokinn

- Losa eiturefni úr líkamanum
- Auka virkni ónæmiskerfisins
- Styrkja hjarta- og æðakerfið
- Auka blóðflæði
- Auka súrefnisflæði
- Bæta útlit húðarinnar
- Brenna kaloríum
- Auka liðleika liða
- Hjálpa við fitulosun og minnka cellulite
- Hækka sársaukaþröskuld
- Lækka blóðþrýsting
- Lækka blóðsykur
- Lækka kólesteról
- Minnka verki
- Hjálpa til við að minnka bólgur og bjúg

08

Þrennan

Þrennan er 3 meðferðapakkin sem við bjóðum uppá.

Nr. 1  Ferð í Infrarauða saunapokann í 30 mín

Nr. 2 Ayurveda Nudd í 60 mín

Nr. 3 Sogæðastígvélin í 30 mín

Geggjuð Þrenna þar sem allir fara svífandi út með bros á vör.

Í pokanum ferðu í sérstakan galla eftir að við setjum á þig sogæðakrem sem sýjast inn í húðina þar sem þú liggur í vel heitum Infrarauðum saunapokanum og nýtur þess að slaka á.

Þar á eftir ferðu í 60 mínútna nudd þar sem Ayurveda nuddið losar um verki, bólgur og kveikir á orkurásum líkamanns svo hann nái að vinna í sér sjálfur og stilla hann af.

þegar nuddið er búið þá er röðin komin að Sogæðastígvélunum þar sem þú liggur og slakar á meðan stígvélin nudda fótleggina og hjálpa til við að styrkja æðakerfið, auka blóðflæðið, losa um fótapirring ofl ofl.

Enginn fer ósáttur úr þessum tíma sem er rúmir 2 tímar af dekri.

Meðferðarherbergið.jpg
PRESSOTHERAPIA-DR-LIFE-PODIA.jpg
Ayurveda nudd.jpg
bottom of page