top of page

Reikinámskeið 1 & 2
á Gran Canaria
9-16 october 2024

Ívar sem hefur í yfir 30 ár stundað Reiki hefur haldið mörg Reikinámskeið með góðum árangri á Akureyri og í Reykjavík, nú á Gran Canaria! Þetta einstaka námskeið er haldið á dásamlegum stað uppi í fjöllum Gran Canaria þar sem hluti af Jacobs veginum er. (Camino de Santiago) Sterk og algjörlega mögnuð ORKA, fjallasýn, kyrrðin ótrúleg í sveitasælunni,
algjör heilun og slökun í Paradís! Hoppaðu um borð í ógleymanlegt Reikiheilunar/slökunar ævintýri
Ertu tilbúin að flýja hversdagsleikann og leggja af stað í þitt ferðalag fullt af hlátri, uppgötvunum og ævilöngum minningum ásamt Reiki Diploma skírteini!

Hotel Masai Mara Resort Gran Canaria

NÁMSKEIÐIÐ

ATH. Takmarkað pláss, fyrstur pantar fyrstur fær!

Reiki er Japönsk orku heilun þar sem unnið er jafnt með líkamleg, andleg sem og tilfinningaleg vandamál. Reiki er mjúk en kraftmikil aðferð sem getur leitt til betri líðunnar og bættrar heilsu. Reiki er góð aðferð til verkjastillingar, hefur róandi áhrif og getur dregið úr einkennum svo dæmi séu tekin. Að heila tilfinningar og huga, auk þess að losna undan fíkn, senda Reiki inn í ýmsar aðstæður og blessa líf þitt og annara á margvíslegan hátt.

Reiki heilun er gríðarlega kraftmikið og mikilvægt verkfæri til hjálpar.

Reiki heilunarorkuna getur þú notað sjálfri/sjálfum þér og þínum nánustu til handar, í daglegu amstri og í vinnunni en einnig getur þú eftir þetta námskeið byrjað að vinna faglega með Reiki heilun.

Orkuflæðið byrjar strax og þú tekur þá ákvörðun um að bæta reiki inn í líf þitt. Undirbúningur og hreinsunarferli fer í gang. Fyrir og eftir námskeiðið getur þú orðið var/vör við að auk hreinsunarferilsins að næmnin eykst, þú kemst í dýpri tengsl við sjálfa/n þig og þá sem eru þér næstir. Hlutir sem áður voru stórmál virðast allt í einu yfirstíganlegri. Persónubundið er hvernig upplifun þín er og verður, hver leið er einstök og áhugaverð.

Reiki heilun er viðurkennd WHO (world health organization) Er viðurkennd af skattevärket í Svíþjóð sem heilsueflandi og endurhæfandi meðferð. Víðsvegar í USA er krafa um að heilbrigðisstarfsfólk hafi reiki heilunar menntun og einnig er reiki orðin vel útbreidd í heilbrigðiskerfi Englands.

Dagur 1

Sótt á flugvöll,kynning á dagskrá,afhending herbergja og léttur kvöldverður.

Námskeiðið byrjar strax fyrsta kvöldið með hópefli

Þar fá allir námsefnið sem er á Íslensku, förum yfir efnið lauslega og hvernig námskeiðið verður haldið. Einnig umræða um Reiki og hvort annað til að kynnast hvort öðru betur.

Dagur 2

8.00 Morgunmatur

9.00 læra um Reikið, förum yfir bókina létt spjall, vígsla fyrir Reiki 1 verður haldið og svo æfingar.

13.00 hádegismatur, gönguferð þar sem týndar verða appelsínur og sítrónur!

Dagur 3

8.00 Morgunmatur

9.00 spjall um upplifun og hvernig ykkur líður með nýju tenginguna og hvað þið eruð að upplifa. farið yfir Reiki 2 hver er munurinn á Reiki 1 og 2 en í Reiki 2 lærum við að nota tákn og getum þá farið að vinna ef áhugi er fyrir því við Reiki.

13.00 hádegismatur.

Dagur 4

8.00 morgunmatur

9.00 Vígsla á Reiki 2 og æfingar.

13.00 hádegismatur.

Dagur 5

8.00 morgunmatur, spjall, æfingar og fyrra lífs hópdáleiðsla!

Camel park, farið í útreiðatúr og garður skoðaður.

19.00 kvöldmatur

Dagur 6

Frídagur

10.00 morgunmatur,

19.00 kvöldmatur síðan kvöldvaka og stemming!

Dagur 7

Frídagur

10.00 morgunmatur

strandardagur fyrir þá sem vilja

Verð 297.000 Innifalið námskeið, gisting, 1/2 fæði, göngur ,slökun, rútur til og frá flugvelli á Gran Canaria. ATH flug ekki innifalið beint flug m/Play ferðadagana.

Allar nánari uppl og skráningar hjá siggadoraamorgos@gmail.com og listamenn@gmail.com.

Leiðbeinandi Ívar Örn Þórhallson og Farastjóri SiggaDóra Matthíasdóttir.

bottom of page